.
fimmtudagur, 23. apríl 2020
Sumardagurinn fyrsti
Þá er sumarið formlega komið! Vonandi fáum við gott sumar, a.m.k. milt veður og þurrt! Það hefur svo mikið að segja. Annars keyrðum við hjónin upp að Elliðavatni í morgun og fengum okkur smá göngutúr. Veiðitímabilið hófst þar í morgun og maðurinn minn var spenntur að kíkja á aðstæður. Það voru þó nokkrir veiðimenn mættir á bakkann og margir í göngu- eða hjólatúr í samkomubanni. Það rigndi á leiðinni en stytti upp um leið og við komum á svæðið. Það er mjög hressandi að fá sér göngutúr í fallegu umhverfi eins og við Elliðavatn. Þegar við komum heim fengum við okkur smá hressingu og notuðum að sjálfsögðu nýja (gamla) Rosenborg kaffistellið ...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli