laugardagur, 25. apríl 2020

Veggfóður - Vorhreingerning heima!

Veggfóður hefur verið mjög vinsælt að undanförnu. Mynstrin eru fjölbreytt og hægt að velja það eftir smekk. Það er eitthvað við veggfóður sem heillar mig - það getur gert rými hlýlegra og persónulegra. Hér koma nokkrar myndir af flottu veggfóðri ...

Að öðru:
Í dag tókum við smá vorhreingerningu heima. Það var 12 stiga hiti og hálfskýjað. Maðurinn minn tók til í garðinum, fór í Sorpu með jólatréð og fleira ásamt því að spúla pallinn. Að lokum var garðhúsgögnunum stillt upp og  - Voilà - Nú má sumarið koma!
Það verður spennandi að sjá túlípanana frá Utrecht blómstra en við keyptum þá síðasta sumar í Hollandi og settum þá niður í haust! Þeir hafa vaxið hratt á skömmum tíma og ég get ekki beðið eftir að sjá þá blómstra!











 

 




(sjá Pinterest)




Engin ummæli:

Skrifa ummæli