Að öðru:
Í dag tókum við smá vorhreingerningu heima. Það var 12 stiga hiti og hálfskýjað. Maðurinn minn tók til í garðinum, fór í Sorpu með jólatréð og fleira ásamt því að spúla pallinn. Að lokum var garðhúsgögnunum stillt upp og - Voilà - Nú má sumarið koma!
Það verður spennandi að sjá túlípanana frá Utrecht blómstra en við keyptum þá síðasta sumar í Hollandi og settum þá niður í haust! Þeir hafa vaxið hratt á skömmum tíma og ég get ekki beðið eftir að sjá þá blómstra!
(sjá Pinterest)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli