mánudagur, 22. apríl 2019

Nýr vegglampi

Eins og margir þekkja, þá elska ég að fara á nytjamarkaði (loppumarkaði). 
Ég fann þennan vegglampa á nytjamarkaði ABC í Hafnarfirði fyrir stuttu.
Ég er svo lukkuleg með hann - mér finnst hann algjört æði. Ég þarf e.t.v. að
færa myndirnar fyrir ofan hann aðeins til en ég setti lampann í stað myndar
sem var þar fyrir ...






Stofuskáparnir páskaskreyttir

Hér má sjá nýjar myndir af stofuskápunum mínum ...





  










Forstofan í páskabúningi

Hér má sjá forstofuna mína páskaskreytta ...







  




Páskagrein

Hér má sjá páskagreinina mína í ár. Ég fékk fjaðrirnar í búðinni Litur & Föndur.
Ég átti fuglana og eggin - ég er mjög ánægð með útkomuna ...





  Þessar greinar gengu af  og ég útbjó þessa skreytingu í forstofuna.


Eldhús- og borðstofumyndir

Ég tók þessar myndir heima um helgina ...




























































Ég föndraði þennan krans í fyrra úr gömlum glansmyndum
sem ég átti. Hann er í miklu uppáhaldi ...










Ég fann þessar myndir á netinu og prentaði út. Ég setti þær á viftuna í elhúsinu...

Svona leit eldhúsglugginn út um páskana!
Ég rakst á ungana á nytjamarkaði í vetur.

sunnudagur, 21. apríl 2019

Páskadagur heima

Þá er páskadagur á enda og við erum búin að hafa það mjög gott í fríinu.
Ég tók þessar myndir heima en við grilluðum kótilettur úti í dag (= fyrsti í grilli!).
Þær voru algjört æði og að sjálfsögðu höfðum við bernaise sósu með!