föstudagur, 31. október 2014

Antík skápar ...

Mér finnst margir antík skápar mjög  flottir. Það er eitthvað við þá sem heillar. Þeir geta sett mikinn svip á heimilið. Vinsælt er að mála antík húsgögn og það kemur oft mjög vel út. Ég var ákveðin í að fá mér gamaldags skápa þegar ég færi að búa og ég sá ekki eftir þeirri ákvörðun.Þetta eru húsgögn sem geta fylgt manni alla tíð og detta aldrei úr tísku. Hér koma myndir af flottum skápum ...

Make it vintage

Vintage furniture is breathtaking! It has the perfect amount of details and class to make it a piece of art in a room!

Flottur!   
cast iron bed.  club chair. exposed weathered beams.  worn wooden floors.  mismatching brick walls.  this bedroom is everything.


















































































































mánudagur, 27. október 2014

Vintage stíll ...

Eins og fram hefur komið hef ég mjög gaman af að skoða heimilisblogg og blöð. Ég er mjög hrifin af vintage stíl og ég setti hér inn nokkrar myndir. Myndirnar koma frá Vakre og Pinterest ...

























vintage dressing table, vintage light & shades with great lines.  happy places





laugardagur, 25. október 2014

Fyrsti vetrardagur ...

Í dag er fyrsti vetrardagur og veturinn formlega genginn í garð. Heilræði fyrir köld vetrarkvöld er að gera það sem manni finnst skemmtilegt. Ég mæli með því að hvíla sjónvarpið - það er svo notalegt að hjúfra sig upp í sófa og lesa góða bók eða blað. Nú ekki skemmir fyrir að skoða öll skemmtilegu heimilisbloggin sem til eru í skammdeginu. Þökk sé netinu og pinterest :) Ekki gleyma að kveikja á kertaljósum - þau eru svo róandi. Einnig er tilvalið að setja Dean Martin á fóninn. Er hægt að hafa það betra?

                 <3

Hedgerowhero

Would love to cozy up here with a good book and cup of tea!!!Aiken House & Gardens

Candle, faux pearls, Sand or crystal sugar or Epsom salts in a clear glass vase. Simple elegant centerpiece

Það er um að gera að hafa kósý í kringum sig. Hér kemur smart hugmynd að kertaskreytingu. Kerti, perlur og sandur, sykur eða salt í glervasa. Einfalt og fallegt!

föstudagur, 24. október 2014

Gólfmottur ...

Gólfmottur geta gert mikið fyrir heildarmyndina. Margar eru hlýlegar og búa til ramma í húsgagnauppröðuninni. Mottur geta breytt ásýnd heildarrýmisins og gaman er að sjá mismundandi útfærslur af þeim. Maðurinn minn gaf mér til að mynda mjög fallega og vandaða mottu í þrítugsafmælisgjöf. Á þeim tíma áttum við íbúð í Hlíðunum sem við tókum smátt og smátt í gegn. Við rifum gólfteppið af stofunum og flotuðum gólfin. Mottan kom mjög vel út í sjónvarpsholinu. Mottan er enn uppi og stendur fyrir sínu á parketlögðu gólfi og á nýjum stað. Mottur hafa þó ekki alltaf verið í tísku en nú virðast þær vera upp á pallborðinu - sérstaklega þessar svarthvítu eins og fást í Ikea. Þetta er Stockholm Rand mottan en aðrar svarthvítar mottur með sterku grafíkmynstri eru einnig vinsælar um þessar mundir ...               











 






 
















Myndirnar að ofan koma héðan og þaðan af netinu :)