sunnudagur, 5. apríl 2020
Pálmasunnudagur
Ég skreytti aðeins heima í dag í tilefni páskanna - þó ekki páskagreinar. Það getur vel verið að ég sleppi þeim í ár. Það er búið að kyngja niður snjó í dag og því mjög vetrarlegt um að litast í Reykjavík. Ég veit ekki hvort ég nenni að fara og finna mér greinar í þessari færð. Ég ætla að setja inn myndir af páska-skreytingunum mínum í vikunni en hér koma fallegar páskamyndir frá Lovely Life. Ég elska tuskudýrin og kanínurnar eftir Beatrix Potter. Einfalt og fallegt. Ég keypti mér eins fjaðrir og eru hér fyrir neðan í fyrra og setti þær á páskagreinar ásamt litlum sætum eggjum. Sú skreyting kom mjög vel út ...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli