sunnudagur, 12. apríl 2020

Páskadagur

Þá er páskadagur runninn upp og sólin skín svo fallega inn um stofugluggann. Þessir páskar munu seint líða mér úr minni. Páskarnir þar sem við vorum hvött af yfirvöldum til að halda okkur heima vegna kórónuveirufaraldursins. Fermingum hefur verið frestað fram á haust. Páskamessum var streymt á netinu. Nú er spurning hvernig framhaldið verður. Munu sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, bókasöfn, hárgreiðslustofur og búðir (aðrar en matvörubúðir) opna 4. maí næstkomandi? Mælst er til þess að einn í hverri fjölskyldu sinni innkaupum og að fólk virði tilmæli um tveggja metra bil. Menntaskólar og háskólar munu halda áfram fjarnámi út þessa önn. Þetta eru skrítnir tímar. Það er ekki annað hægt en horfa fram á við, slaka á og borða góðan mat. Hamborgarhryggurinn er í ofninum og kósýkvöld í kvöld. Ég tók nokkrar myndir hér heima í tilefni dagsins ...












Engin ummæli:

Skrifa ummæli