föstudagur, 26. maí 2017

Svona skapar þú sveitastíl ...

Hér koma nokkur góð ráð til að skapa sumarlegan sveitastíl ...

Blandaðu ólíku postulíni saman







































Kveiktu lifandi ljós 







































Mubblaðu upp með gömlum stólum (jafnvel ólíkum)









Hengdu skemmtilega og óvenjulega hluti upp á vegg








































Skreyttu með körfum og strandarhlutum







































Búðu til stemmingu á veröndinni / pallinum











































































Hengdu upp veifur








































(Hugmyndir frá Hus & Hem)

fimmtudagur, 25. maí 2017

Sjarmi gamalla bygginga

Íbúðin hér fyrir neðan er í gömlu húsi frá 1905. Sjarmerandi stíll og hlýlegur sem er blanda af vintage og rustic stíl. Ég væri til í að eiga dádýrshausinn og svarta spegilinn ...

















Edinborg 19.-22. maí

Við skruppum til Edinborgar fyrir stuttu í helgarferð. Þetta er dásamleg borg, falleg, skemmtileg og frekar ódýr. Þar er margt að sjá  og stutt í allt. Búðirnar eru fínar og nóg af skemmtilegum kaffihúsum og veitingastöðum. Skotar eru mjög viðkunnanlegir og sýna mikla þjónustulund. Við fórum í Hop on - Hop off túr og gengum upp að Edinborgarkastala. Þvílík fegurð frá þessari kastalahæð - hún er engri lík. Við dvöldum á dásamlegu íbúðarhóteli sem heitir Old Town Chambers og það er á besta stað. Við áttum yndislega dvöl og kærkomið að skreppa í burtu á þessum árstíma. Ég setti inn nokkrar myndir af borginni og hótelinu okkar:)

































































(Myndir af netinu)

fimmtudagur, 18. maí 2017

Sjarmerandi eldhús

Ég sá þessar myndir á Klikk.no. Hér má sjá dásamlegt eldhús í cottage stíl (sveitastíl). Eldhúsið var tekið í gegn og er einstaklega sjarmerandi. Gamlir hlutir fá að njóta sín
og blái liturinn setur mikinn svip á heildarmyndina ...











sunnudagur, 14. maí 2017

Innlit frá VT Wonen

Hér kemur innlit frá Hollandi - stílhreint og fallegt. Gluggarnir eru mjög sjarmerandi að mínu mati og myndapúðarnir eru geggjaðir. Með því að hafa alrýmið hvítt fá hlutirnir frekar að njóta sín ...