sunnudagur, 30. apríl 2017

Fallegir borðkrókar (borðstofur)

Myndirnar hér fyrir neðan fann ég á Sköna Hem og Pinterest. Dásamlegar borðstofur að mínu mati - í einu orði sagt Gordjöss ...



















laugardagur, 29. apríl 2017

Gamaldags og flottar dyngjur

Hér koma myndir af dásamlegum svefnherbergjum - svo gamaldags og hlýleg að mínu mati ...


























































(Myndir: af Pinterest)

Stavanger í Noregi

Ég fór nýlega í vinnuferð til Stavanger í Noregi. Borgin er í Rogaland-fylki í Noregi og er fjórða stærsta borg Noregs. Hún er dásamlega falleg að mínu mati - húsin og göturnar eru einstaklega sjarmerandi. Húsin standa mjög þétt - göturnar eru þröngar og hallandi og ófært að ganga þar um á pinnahælum! Stavanger er olíu-höfuðborg Noregs því olíufyrirtækið Statoil hefur höfuðstöðvar sínar þar í bæ. Þar er stórt olíusafn og öll umferð út á olíuborpallana í Norðursjó fer um Sola flugvöll fyrir utan Stavanger. Hápunkturinn í ferðinni var að sigla um Lysefjorden - þvílíkt landslag og fegurð. Ég mátti til með að setja inn nokkrar myndir af staðnum ...






Smábátahöfnin í Stavanger







Ég varð að setja inn eina jólamynd!






Prédikunarstóllinn 



Ég hef reynt að kaupa mér fallegan hlut í búið (minjagrip) þegar ég er á ferðalagi.
Ég sá fallegan vasa eftir Finn Schjøll en hann er þekktur hönnuður í Noregi. Vasarnir
hans voru víða á veitingastöðum úti. Mig langaði í glæran en ég sá þá einungis í lit. Mjög
flott hönnun. Hér má sjá myndir af vasanum ...











þriðjudagur, 18. apríl 2017

Puntað með blómum

Þá eru páskarnir afstaðnir - fyrir mér eru þeir tími vors, blóma, hamingju og málshátta! Við skreyttum, borðuðum páskaegg, góðan mat og höfðum það notalegt. Ég setti inn myndir af fallegum blómum - mér finnst svo gaman að punta með blómum á þessum árstíma. Myndirnar koma frá Hus & Hem og Pinterest ...













Margir skreyta fyrir utan hjá sér ...






































Sumir ganga lengra í þeim efnum en aðrir!