miðvikudagur, 1. október 2014

SveinBjörg

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er listakona á Akureyri sem hefur hannað fallegar vörur undir merkinu SveinBjörg. Hún hefur unnið ýmsar vörur upp úr grafíklistaverkum sínum og sækir innblástur í íslenska náttúru. Þar á meðal eru kransar og hjörtu úr plexigleri sem hægt er að hengja upp og gluggafilmur. Sveinbjörg er með vinnuaðstöðu og sýningaraðstöðu í Gallerí Svartfugl og Hvítspóa á Akureyri. Ég er mjög hrifin af verkunum hennar og setti hér inn nokkrar myndir af þeim. Frábær gjafavara! ;)


                     Ég er með mattan Asparkrans eftir SveinBjörgu í stofuglugganum.
                                       Hann er æði! (gjöf frá tengdamömmu)


                                                            Fallegir í lituðu ljósi :)





                                      Ég væri alveg til í að fá mér filmu í gluggann!
                                      Hún kemur skemmtilega út og mynstrið ótrúlega flott :)



                 Við eigum Krumma kertastjaka eftir Sveinbjörgu sem ég held mikið upp á
                 (þennan lengst til vinstri). Hann er ótrúlega fallegur :)








            Hér sjást vörurnar ennþá betur...






                Þá á ég rauðan löber sem heitir Garðveisla - hann er mjög fallegur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli