föstudagur, 10. október 2014

Rómantískar myndir ...

Ég hef alltaf verið hrifin af rómantískum og gamaldags veggmyndum. Ég setti inn myndir sem ég á og einnig myndir sem ég fann á netinu ...


Ég kolféll fyrir þessari mynd en ég fékk hana í Ilvu nú í haust. Mér finnst hún æði!
               

Ég keypti þessa mynd fyrir mörgum árum í Kolaportinu en hún er mjög gömul.
Myndin „Pæling" birtist í danska blaðinu Allers Familie Journal árið 1911 en myndin er frá 1900. Hún er mjög rómantísk að mínu mati - mér finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju ;)


              Þessa keypti ég í Línunni á Suðurlandsbraut á sínum tíma!



  Ég keypti þessa um daginn í þeim Góða á 50% afslætti eða 300 kr.
  Mér finnst litirnir í henni æðislegir. Ef til vill mála ég rammann svartan eða hvítan.


                             Neðsta myndin er gömul og er í miklu uppáhaldi hjá mér ;)

Hér koma fleiri rómantískar myndir af netinu ...

Jane Austen quote print art wall art printable wall decor print inspirational quote jane austen silhouette art digital Printable Wisdom

Þessar tvær finnst mér skemmtilegar en hér má sjá tilvitnunanir í Jane Austin.

Jane Austen quote art wall art printable wall decor print inspirational quote poster jane austen silhouette art digital Printable Wisdom



Mér finnst þetta heillandi tímabil ... svona í Coco Chanel stíl!

                                    Myndirnar hér fyrir neðan væru flottar í ramma ...




AP1473 - Aristoc Stockings, Art Deco Illustration, 1920s (30x40cm Art Print)






Original vintage fashion art work collage. Unique one of a kind, perfect for the person who loves fashion. Sewing, 18" x 12"  framed. 1950's

Myndin hér að ofan minnir mig á mynd sem ég átti á unglingsárunum. 
Þá safnaði ég flottum tískumyndum úr dagblöðum og tímaritum og rammaði inn. 
Hún kom mjög skemmtilega út og hékk lengi uppi.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli