Ég mátti til með að blogga um GreenGate vörurnar. Mér finnst þær dásamlegar. Mynstrið er svo rómantískt og fallegt. Ég keypti mér um daginn viskustykki í eldhúsið (fást í Pipar og salt) og ég er mjög ánægð með þau. Ég hef þau til punts á ofninum! Ég væri alveg til í að eignast fleiri vörur frá þeim ;)
Þetta eru viskustykkin sem ég keypti.
Mér finnst þau æði - þau koma vel út í svörtu eldhúsi!
Hér sjást þau betur ;)
Ég setti inn myndir af fleiri GreenGate vörum... Mér finnst þær mjög flottar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli