Fallegt er að raða saman tveimur eða þremur bókum og tylla þeim til skrauts á borði. Það fer allt eftir uppröðun annarra hluta. Þá er hægt að binda borða utan um þær eða setja ofan á þær fallegan hlut. Einnig getur bunki af tímaritum komið í stað bóka. Eftirfarandi myndir gefa hugmyndir um uppröðun á bókum ...
Mér finnst þessi algjört æði - lampinn er geggjaður!
Hér má sjá flottar hillur úr barnaherbergjum ... Bækurnar setja mikinn svip :)
Ég varð að setja þessa inn - það var ekki annað hægt! Oh - mig langar í kisa!
Varð að setja þennan inn - hann er algjört æði!
Hér kemur frábær hugmynd frá Soffíu sem heldur út bloggsíðunni Skreytum hús.is.
Þetta eru servíettuhaldarar úr Ikea og eru notaðir undir bækur eða blöð!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli