föstudagur, 24. október 2014

Gólfmottur ...

Gólfmottur geta gert mikið fyrir heildarmyndina. Margar eru hlýlegar og búa til ramma í húsgagnauppröðuninni. Mottur geta breytt ásýnd heildarrýmisins og gaman er að sjá mismundandi útfærslur af þeim. Maðurinn minn gaf mér til að mynda mjög fallega og vandaða mottu í þrítugsafmælisgjöf. Á þeim tíma áttum við íbúð í Hlíðunum sem við tókum smátt og smátt í gegn. Við rifum gólfteppið af stofunum og flotuðum gólfin. Mottan kom mjög vel út í sjónvarpsholinu. Mottan er enn uppi og stendur fyrir sínu á parketlögðu gólfi og á nýjum stað. Mottur hafa þó ekki alltaf verið í tísku en nú virðast þær vera upp á pallborðinu - sérstaklega þessar svarthvítu eins og fást í Ikea. Þetta er Stockholm Rand mottan en aðrar svarthvítar mottur með sterku grafíkmynstri eru einnig vinsælar um þessar mundir ...               











 






 
















Myndirnar að ofan koma héðan og þaðan af netinu :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli