þriðjudagur, 30. september 2014

Mávastellið lifir...

Í dag er síðasti dagur septembermánaðar og dagurinn kær í mínum huga. Í tilefni dagsins dekkaði ég upp með mávastellinu sem við systkinin eigum saman. Stellið var notað á okkar æskuheimili til hátíðabrigða. Það er gaman að nota það á tyllidögum en vænst þykir mér þó um að móðir mín átti það.


Mynd með auglýsingu

Myndirnar hér á eftir sýna stellið betur en þær birtust í Morgunblaðinu 8. nóvember 2003.





Mávastellið er klassísk hönnun og er komið aftur í tísku! Margir nota það sem hversdags stell í dag en ekki bara spari. Það er alltaf gaman að sjá gamla hluti fá nýtt líf :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli