mánudagur, 20. október 2014

Snilldarbúðir ...

Ég er í vetrarfríi þessa dagana og því tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt. Ég fór í litla sæta búð sem heitir Hús fiðrildanna og er út á Granda. Verslunin selur gamla muni sem koma aðallega frá Hollandi og Belgíu. Það er vel hægt að gleyma sér þar inni enda vöruúrvalið mikið. Þetta er svona búð eins og Fríða frænka var. Oh! Ég sakna hennar - mér finnst svo gaman að gramsa í gömlu dóti. En að öðru - ég kíkti líka í Góða hirðinn og kom heim með þessa ...


Ég setti hana fyrir ofan hjónarúmið og er mjög hamingjusöm með hana. Hún kostaði heilar 800 krónur!!! Mér finnst litirnir í henni ótrúlega flottir ;)  Góði hirðirinn er snilldarbúð!

Hér eru nokkrar myndir úr Húsi fiðrildanna (fengnar á heimasíðunni þeirra). Þær gleðja svo sannarlega augað (alla vega mitt!) ...

Þar er mikið úrval af stellum og fylgihlutum.




                                                              





























































Engin ummæli:

Skrifa ummæli