Það er um að gera að hafa kósý í kringum sig. Hér kemur smart hugmynd að kertaskreytingu. Kerti, perlur og sandur, sykur eða salt í glervasa. Einfalt og fallegt!
laugardagur, 25. október 2014
Fyrsti vetrardagur ...
Í dag er fyrsti vetrardagur og veturinn formlega genginn í garð. Heilræði fyrir köld vetrarkvöld er að gera það sem manni finnst skemmtilegt. Ég mæli með því að hvíla sjónvarpið - það er svo notalegt að hjúfra sig upp í sófa og lesa góða bók eða blað. Nú ekki skemmir fyrir að skoða öll skemmtilegu heimilisbloggin sem til eru í skammdeginu. Þökk sé netinu og pinterest :) Ekki gleyma að kveikja á kertaljósum - þau eru svo róandi. Einnig er tilvalið að setja Dean Martin á fóninn. Er hægt að hafa það betra?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli