sunnudagur, 11. mars 2018

Sólríkur sunnudagsmorgunn heima!

Ég mátti til með að taka nokkrar myndir í morgun. Morgunbirtan er svo falleg og sólin skein svo fallega inn í stofuna mína. Túlípanarnir eru líka svo dásamlega fallegir á litinn og þeir lífga upp á tilveruna. Ég get ekki beðið eftir að geta sest út á pall í góðu veðri - enn er algjört gluggaveður. Það má með sanni segja að hugurinn lyftist með hækkandi sól ...






















Engin ummæli:

Skrifa ummæli