fimmtudagur, 1. mars 2018

Er vorið að koma?

Dásamlegir dagar sem við höfum fengið hér í borginni. Það er engu líkara en að vorið sé komið! Það er verst að það er spáð kólnandi veðri. Það má þó halda í vonina! Nýr mánuður framundan og því upplagt að finna sér verkefni sem gera marsmánuð örlítið betri ;) Ég kolféll fyrir myndunum hér að neðan en þær koma af síðu sem heitir Nelly Vintage Home. Dásamlegir litir í myndunum en þeir minna mig á servíettur sem ég keypti í Pier rétt fyrir jólin. Frönsku makkarónurnar eru svo fallegar og girnilegar að sjá ... 









Engin ummæli:

Skrifa ummæli