laugardagur, 31. mars 2018

Páskagreinin í ár

Í ár notaði ég vínviðargreinarnar sem ég keypti fyrir jólin og hengdi páskaskraut í þær. Ég er mjög ánægð með útkomuna - myndaskrautið útbjó ég heima (prentaði út myndir af netinu) ...





















föstudagur, 30. mars 2018

Fleiri forstofumyndir

Ég mátti til með að setja þessar myndir inn. Mér finnst svo gaman að skreyta. Ótrúlegt hvað eitt blóm gerir mikið fyrir einn krans! Ég fann myndirnar af kanínunum á netinu og prentaði þær út - mér finnst þær æði ...








































Glansmyndakransinn minn (sem ég föndraði fyrir þessa páska) ...





Grillað á skírdag

Í gær var rykið dustað af grillinu og fyrsta grillmáltíðin í ár var dýrindis bleikja. Veðrið hefur leikið við okkur höfuðborgarbúa að undanförnu og það var ágætis hiti á pallinum í gær. Dásamlegt veður sem við fáum um páskana ...











fimmtudagur, 29. mars 2018

Dásamlegar páskamyndir

Í dag er skírdagur og í tilefni dagsins setti ég inn fallegar páskamyndir.
Ég tók strax eftir borðdúkunum - mér finnst þeir æði ...















































(Myndir héðan og þaðan af netinu)

þriðjudagur, 27. mars 2018

Gamalt páskaskraut

Páskaskrautið hér fyrir neðan er gamalt og kemur frá mömmu.
Það vekur upp ljúfar minningar og er mér mjög kært. Mamma 
var ýmist með M&M kúlur í ungunum eða lítil nammiegg ...








Dekkað páskaborð

Myndirnar hér fyrir neðan tók ég heima á pálmasunnudagskvöld.
Við vorum með ljúffengar kótilettur í matinn og höfðum það kósý
heima. Dúkurinn er nýr og ég er ótrúlega skotin í honum!