fimmtudagur, 15. júní 2017

WD-40 hreinsar kísil

Ég er búin að reyna mikið að losna við kísil sem er fastur í baðherbergisvaskinum mínum. Auðvitað væri best að skipta honum út en það er eins og það er - ég hef mig ekki strax í það. Ég prófaði að googla hvernig best væri að þrífa kísil og rakst á gamla grein úr DV sem fjallaði um undraefnið WD-40. Greinin nefnist „100 leiðir til að nota WD-40". Og viti menn - kísillinn fór. Það var ekki einfalt mál - ég þurfti að láta efnið bíða í 30 mín og skrúbbaði það svo af. Ég þurfti að endurtaka þetta nokkrum sinnum og ég sá árangurinn strax. Þökk sé WD-40. Ég sé mest eftir að hafa ekki tekið fyrir og eftir myndir!!





Engin ummæli:

Skrifa ummæli