mánudagur, 3. nóvember 2014

Pip Studio ...

Pip Studio vörurnar eru æðislegar að mínu mati en tengdamamma byrjaði að gefa okkur hjónunum nokkra bolla. Ég kaus að safna mismunandi bollum - þeir passa mjög vel saman þó ólíkir séu. Auk þess gaf tengdamamma okkur bleikan kökudisk á fæti en hann var vígður í fermingarveislu dóttur okkar. Ég mun alveg örugglega safna fleiri Pip vörum ;) Myndirnar hér fyrir neðan koma héðan og þaðan af netinu ...





Hér sjást bollarnir mínir vel en það eru þessir minni ... Rauði er í uppáhaldi ;) Drapplituðu eru líka flottir!



 
Hér sést kökudiskurinn minn ... Hann er svo rómantískur og flottur.
Auk þess er hann alveg í rétta litnum ;)



















             



Pip Studio selur ýmsar aðrar vörur en stell. Þeir selja gjafapappír, púða, servíettur, svuntur, viskustykki, baðsloppa, rúmteppi, rúmföt, veggfóður, töskur, veski, snyrtibuddur, minnisbækur og fleira. Hér eru myndir af Pip rúmfötum - þau eru algjört æði ;)






Hér koma sýnishorn af Pip Studio veggfóðri - þau eru mörg skrautleg og flott. 
Ég væri alveg til í að veggfóðra einn vegg ...(kannski í næstu íbúð)!








Pip Studio vörurnar fást meðal annars í versluninni Borð fyrir tvo á Laugavegi og í Blómabúð Akureyrar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli