Alltaf gaman að skoða flottar myndir ;) ...

Hér eru myndir af flottu eldhúsi Soffíu sem heldur út bloggsíðunni Skreytum hús.
Ég er svo skotin í upphengda skápnum hennar ...
Hann er í einu orði sagt GORGEOUS!!!
Hér eru tveir upphengdir skápar. Ég vona að ég eigi einhvern tímann eftir að geta sett svona skáp upp í eldhúsinu mínu. Það er aldrei að vita ...


Eldhús Stínu Sæm (hjá Svo margt fallegt). Það er mjög sjarmerandi að mínu mati. Sætur litli hvíti skápurinn ;)

Ég er ekki hrifin af þessum við en oft er hægt að breyta miklu með flísunum einum saman. Svörtu flísarnar og svarta borðplatan setja punktinn yfir i-ið. Kemur mjög vel út ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli