Ég á tíu ára gamalt chesterfield sófasett og langar að skipta því út fyrir nýtt sófasett. Nýtt sófasett kostar skildinginn og því þarf að vanda valið. Mig langar mest í leðursófa úr Epal sem kostar milljón en ég er ekki að fara að fjárfesta í honum á næstunni! Ég er komin að niðurstöðu og ætla að halda sófanum en losa mig við stólana. Ég á flotta körfustóla sem myndu passa vel við sófann - ég þyrfti bara að fá mér flott stofuborð sem myndi poppa upp heildarmyndina. Þá sé ég alveg fyrir mér að setja ábreiðu (teppi eða skinn) yfir bakið á sófanum. Það gæti komið vel út ;) Það er alltaf gaman að spá og spegúlera í hlutunum!
Hér eru myndir af chesterfield sófum sem líkjast einna helst mínum. Gaman er að sjá hversu ólík heildarmyndin getur orðið ;) ...
Þetta væri nú eitthvað fyrir Hörð minn!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli