mánudagur, 2. janúar 2017

Jólin heima - stofumyndir

Hér koma jólamyndir af stofunni okkar. Þetta eru önnur jólin okkar heima ;) Við höfðum rauða seríu á jólatrénu í ár. Ég sé ekki eftir því - svo notaleg birta frá ljósunum og vel heppnað að mínu mati. Engillinn í gluggakistunni er nýr hlutur en við hjónin reynum alltaf að kaupa okkur einn nýjan hlut inn á heimilið í tilefni brúðkaupsafmælis okkar (23. des.) og engillinn varð fyrir valinu í ár. Mér finnst hann alveg dásamlegur. Ég varð dolfallin um leið og ég sá hann og maðurinn minn stakk upp á því að kaupa hann. Glansmyndirnar í minni skápnum (af englum) koma frá móður minni en þær voru til skrauts á mínu æskuheimili á jólunum. Mér þykir einstaklega vænt um þær og gaman að hafa fundið þeim nýjan stað. Þá er rauði jólarenningurinn einnig í miklu uppáhaldi en mamma föndraði hann fyrir mörgum árum - svo fallegur ...














Engin ummæli:

Skrifa ummæli