sunnudagur, 1. janúar 2017

Gleðilegt ár!

Þá er komið nýtt ár og ég hlakka til nýs bloggárs! Við erum búin að hafa það notalegt um jólin. Unginn okkar varð 17 ára á Þorláksmessu og þá byrja jólin hjá okkur. Við höfum notið þess að vera saman og haft það rólegt. Við fórum í göngutúr í dag um hverfið og það er alltaf gaman að sjá jólin hjá öðrum. Borgin skartar sínu fegursta þessa dagana - það er snjór yfir öllu og jólaljósin gleðja augað hvert sem litið er. Við mæðgurnar bjuggum til snjókarl á leiðinni heim og eiginmaðurinn smellti nokkrum myndum af okkur með honum. Við skemmtum okkur konunglega og alltaf gaman   að finna og upplifa barnið í sjálfum sér." Ég byrja að vinna á morgun og það er um að gera að njóta daganna fram að þrettándanum ...






























(Myndir af Pinterest)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli