Ég tók nokkrar myndir hér heima. Jólaskreytingar þurfa ekki að vera flóknar. Hér má sjá jólaskreytingarnar mínar í hnotskurn: frostrósir í glugga, jólaseríur í gluggakistunni, gamaldags glansmyndir, gömul jólakort og hinir klassísku jólaóróar frá Georg Jenssen (ég breytti til og hengdi þá að þessu sinni í dimmbláan borða). Móðir mín gaf mér fyrstu óróana og mér þykir óskaplega vænt um þá ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli