þriðjudagur, 3. janúar 2017

Jólaboð heima

Hér koma fleiri jólamyndir að heiman. Dóttir mín á heiðurinn af þessum myndum en ég bað hana um að smella nokkrum myndum fyrir mig - maður gefur sér sjaldnast tíma til að taka myndir þegar eitthvað stendur til. Það er alltaf svo mikið að gera! Ég hef gaman af því að skreyta fyrir jólin en passa að taka út hluti svo skrautið fái að njóta sín betur. Að þessu sinni dekkaði ég upp með nýja hversdagsstellinu okkar (það heitir Broste Copenhagen og fæst í Ilvu). Gyllti engillinn með flautuna (á hvíta skenknum í borðstofunni) er jólagjöf frá dóttur minni - mér finnst hann alveg dásamlegur. Ég hreinlega elska að vera með kveikt á kertum, hlusta á jólatónlist og stússast á heimilinu ...













Engin ummæli:

Skrifa ummæli