Ég keypti mér Eriku um daginn og kýs að hafa hana inni. Mér finnst þær svo fallegar og ekta haustblóm. Svo mátti ég til með að setja inn mynd af kertahúsunum mínum sem mig hefur langað í lengi en þau fann ég í Ilvu. Þau eru svo flott í skammdeginu. Þá féll ég alveg fyrir glasamottunum sem ég fann í Eymundssyni í sumar en þær koma frá Sagen Vintage Design. Myndin af stelpunum er svo rómantísk og sæt. Ég sé alveg fyrir mér að nota myndir frá þeim á kerti :) Ég lék mér aðeins með myndavélina og tók mynd af eldhúsinu mínu sem er mjög nett. Kertastjakinn er frá Garðheimum og er gamaldags og flottur að mínu mati.
Ég held mikið upp á þetta kerti. Það er svo rómantískt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli