Þá er langþráður draumur að rætast. Nú hef ég loksins stofnað bloggsíðu! Hugmyndin er að setja inn myndir af fallegum hlutum og heimilum. Ég heillast af gamaldags og rómantískum stíl en finnst gaman að blanda saman gömlu og nýju. Ég elska að skoða síður um heimili og hlakka til að setja inn mitt eigið efni. Vonandi geta fleiri nýtt sér hugmyndirnar og góð ráð. Síðan er fyrir alla þá sem vilja hafa fallegt og notalegt í kringum sig :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli