fimmtudagur, 25. september 2014

Gamlir hlutir fá nýtt líf...

Ég fór í Góða hirðinn um daginn og kom heim með þessa hluti...




Fékk þessa fallegu skál fyrir 1200 kr.. Mér finnst hún gamaldags og flott (ekta silfur og þung). Mér finnst engin þörf á því að pússa hana - ég vil hafa hana svona.

Hér sést mynstrið betur á skálinni :)

 Flott að setja eitthvað í hana...

Þá keypti ég þrjá bolla, undirskálar og kökudiska. Þeir eru svo sætir og rómantískir :)
Ég fékk settið á 300 kr.

Hér sjást bollarnir þrír betur. Servíettustandurinn kostaði 200 kr. (ekta silfur). Góð kaup þar!!!







Minni bollann fékk ég þegar ég var um 10 ára gömul - þegar við vinkonurnar gengum í hús og söfnuðum hlutum fyrir tombólu. Kona nokkur gaf okkur fullan poka af dóti og vildi endilega gefa okkur sitthvern bollann. Ég hef alltaf haldið mikið upp á hann og hef geymt hann eins og gull - nota bollann sem teljós í dag.
Ein vinkona mín geymir sinn inn í flottum glerskáp þar sem hann nýtur sín vel.



Þennan blómapott keypti ég fyrir mörgum árum í Blómaval.
Hann hefur ekki alltaf verið uppi hjá mér.


Þegar ég keypti lokið vissi ég ekki almennilega hvað ég myndi gera við það.Ég hugsaði með mér að það væri flott á fallega krukku. En þegar ég kom heim datt mér í hug að setja það á þennan pott. Það smellpassaði og mér finnst hann koma skemmtilega út svona.


                              Hér sést hann betur...
























Vonandi hafa fleiri gaman af þessu innslagi :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli