sunnudagur, 28. september 2014

Kubusinn minn!

Ég er mjög hrifin af Kubus kertastjakanum og keypti mér eftirlíkingu af honum í Söstrene Grene núna í haust. Hér er mynd af honum og satt best að segja finnst mér hann ekki síðri en frumútgáfan :) Ég er hrifnari af mattri áferðinni heldur en háglans gerðinni. Það er gaman að leika sér með hólfið í honum og hægt að skreyta hann eftir árstíðum. Ég hlakka til að skreyta hann fyrir jólin. Ekki skemmir fyrir að hann er í koparlit - ég elska litinn á honum! Ég setti furuköngla og eitthvað af skartinu mínu í hann - mér fannst það tóna svo vel við litinn.



Hér má sjá ekta Kubus. Mér finnst hönnunin flott!















(Myndir teknar af netinu)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli