sunnudagur, 13. mars 2022

Veggfóðursblæti

Húsið hér fyrir neðan á sér skemmtilega sögu. Eigendurnir voru búnir að láta sig dreyma um að eignast húsið fyrir nokkrum árum en þegar opna húsið átti að vera, var húsið þegar selt. Það var svo ekki fyrr en fáum mánuðum síðar að húsið var aftur komið á sölu og þá tókst þeim að festa það. Fjölskyldan var tvö ár að koma húsinu í stand og fluttu inn um jólin 2003. Að sögn húsfreyjunnar er heimilið eins og stór strigi sem hún málar eftir eigin hugarheimi. Veggfóðrið setur mikinn svip á heildarmyndina ...






















Engin ummæli:

Skrifa ummæli