Ég fór nýlega í vinnuferð til Stavanger í Noregi. Borgin er í Rogaland-fylki í Noregi og er fjórða stærsta borg Noregs. Hún er dásamlega falleg að mínu mati - húsin og göturnar eru einstaklega sjarmerandi. Húsin standa mjög þétt - göturnar eru þröngar og hallandi og ófært að ganga þar um á pinnahælum! Stavanger er olíu-höfuðborg Noregs því olíufyrirtækið Statoil hefur höfuðstöðvar sínar þar í bæ. Þar er stórt olíusafn og öll umferð út á olíuborpallana í Norðursjó fer um Sola flugvöll fyrir utan Stavanger. Hápunkturinn í ferðinni var að sigla um Lysefjorden - þvílíkt landslag og fegurð. Ég mátti til með að setja inn nokkrar myndir af staðnum ...
|
Smábátahöfnin í Stavanger |
|
Ég varð að setja inn eina jólamynd! |
|
Prédikunarstóllinn
Ég hef reynt að kaupa mér fallegan hlut í búið (minjagrip) þegar ég er á ferðalagi.
Ég sá fallegan vasa eftir Finn Schjøll en hann er þekktur hönnuður í Noregi. Vasarnir
hans voru víða á veitingastöðum úti. Mig langaði í glæran en ég sá þá einungis í lit. Mjög
flott hönnun. Hér má sjá myndir af vasanum ...
|
Engin ummæli:
Skrifa ummæli