Tíminn flýgur hratt og á þessum fyrsta haustdegi fann ég þessar flottu jólamyndir. Það eru þrír mánuðir til jóla og kannski ekki alveg rétti tíminn til að setja inn jólapóst! Þar sem myndirnar eru svo flottar ákvað ég að pósta þeim. Dimmblár er greinilega liturinn í ár samkvæmt Ikea. Það er ótrúlegt en satt að DIY jól er vinsælast á Pinterest um þessar mundir. Það segir manni að einhverjir þarna úti eru farnir að hugsa til jólanna ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli