sunnudagur, 4. september 2016

Geggjaðar kristalsljósakrónur

Ég sá þessar flottu kristalsljósakrónur á Vakre Hjem - mér finnst þær dásamlegar og varð að setja þær hér inn! Ég á eina ekta sem ég erfði og aðra sem er úr plasti. Ég er með þessa úr plasti í svefnherberginu en hún var áður stofukrónan okkar. Þegar við fluttum á nýjan stað fannst okkur hún ekki passa í nýju stofuna. Það er aldrei að vita nema þessi ekta fari upp einn daginn - ég hef ekki fundið stað fyrir hana ennþá en hún er mjög falleg að mínu mati ...




Engin ummæli:

Skrifa ummæli