mánudagur, 26. september 2016

Fallegar forstofur

Ég setti inn nokkrar myndir af fallegum forstofum. Forstofan er það fyrsta sem þú sérð þegar komið er inn á heimili og því gaman að hafa hana aðlaðandi. Hér má sjá margar flottar hugmyndir. Aðalatriðið er að föt og skór séu lokuð inn í skáp og aukahlutir fái að njóta sín. Gott er að flokka yfirhafnir og skó eftir árstíðum og búa þannig til gott pláss í skápunum ...


























































(Myndir af Pinterest og frá Expressen)

sunnudagur, 25. september 2016

Haustlitir inn á heimilið

Það er hægt að gera ýmislegt til að færa árstíðirnar inn á heimilið. Haustinu fylgja yndislegir litir - t.d. laufgrænn, flöskugrænn og rauðir litir eins og í rauðlauk. Ein hugmynd er að fylla skálar og körfur af eplum, perum, plómum og rauðauk og búa þannig til skemmtilega hauststemmingu heima. Dimmblár, flöskugrænn og dimmrauður eru tískulitirnir í ár. Hér má sjá nokkrar myndir þar sem haustlitirnir koma fyrir ...


























































(Myndir frá Expressen)

laugardagur, 24. september 2016

Fjólubláir tónar

Þessi glæsilega íbúð hér fyrir neðan er í Svíþjóð. Fjólubláir tónar virka vel saman og koma vel út með grænum, dimmbláum litum og mjúkum bleikum litum. Gaman er sjá hvernig silki- og flauelefnum er blandað saman. Falleg smáatriði og sjarmerandi stíll ...




















































(Myndir frá Expressen)