miðvikudagur, 6. janúar 2016

Jólin tekin niður

Þá er komið að því að ganga frá jóladótinu. Ég verð að viðurkenna að ég hefði viljað hafa jólin aðeins lengur. Mér finnst svo stutt síðan að við mæðgur vorum að skreyta hérna heima. Það er með ólíkindum hvað tíminn líður hratt. Það verða komin önnur jól áður en maður veit af! Ég tók nokkrar myndir hér heima og setti þær hér inn ...


















Ég fékk stjörnuna að gjöf fyrir jólin og er mjög ánægð með hana. Ég mun ef til vill hengja hana upp næstu jól. Ég þarf að finna henni flottan stað.

Hér má sjá jólatréð okkar. Það er orðin hefð hjá okkur að feðginin velja jólatréð saman - mamma fær stundum að koma með!



Ég prófaði að stilla stjörnunni upp ...
 Jólaóróarnir frá Georg Jensen fengu nýjan stað í ár ...



Þessi er tekin úr eldhúsinu ...


Ég keypti bronsstyttuna í Góða hirðinum fyrir jólin. Ég er voða skotin í henni.
Þeir sem þekkja mig vita að ég er veik fyrir gömlum og óvenjulegum hlutum.
Ég elska að gefa gömlum hlutum nýtt líf ...


Hér sést jólaskrautið í nærmynd. Ég á margt skraut sem er í uppáhaldi og
það kemur aðallega frá foreldrum mínum ...








Dóttir mín á heiðurinn að aðventukertunum - mér finnst þau algjört æði ...





    



Engin ummæli:

Skrifa ummæli