Þá eru síðustu forvöð að setja inn jólamyndir. Ég átti þessar í möppu og ákvað að setja þær inn. Þær eru yndislegar að mínu mati. Við fengum alveg ekta jólasnjó í ár eins og sést á myndunum sem fylgja. Berjakransinn hér fyrir neðan hangir á útidyrahurðinni okkar. Þegar við komum heim á nýársnótt var eins og gervisnjór hefði verið límdur á hann - svo fallegur að ég varð að taka mynd af honum og setja hana hér inn ...
Þessi hefði þurft að vera í jólapakkanum okkar í ár!
Algjört krútt ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli