laugardagur, 30. janúar 2016

fimmtudagur, 28. janúar 2016

Svona innlit elska ég!

Ég fann þetta æðislega innlit hjá Elle Decoration. Flottur stíll og margar flottar hugmyndir. Ég elska persónulegan stíl eins og þennan -  sem er í eins konar Fríðu frænku stíl! Hér er margt sem gleður augað. Barnaherbergin eru dásamleg og allir gömlu hlutirnir inn á milli. Ég er alltaf að sjá eitthvað nýtt á myndunum! Svo margt fallegt að sjá ... 










































miðvikudagur, 27. janúar 2016

Hvítmáluð gólf

Ég hef tekið eftir því að hvítmáluð gólf eru mjög algeng á skandinavískum heimilum. Hvernig ætli gangi að halda þeim hreinum? Þetta virðast oftar en ekki vera málaðar fjalir. Fyrir vikið virkar rýmið stærra og nýtískulegra eins og þessar myndir sýna. Púðarnir, teppin, listaverkin og litlu hlutirnir njóta sín betur í ljósu rými. Þá er gardínan (þessi með gardínuhringjunum með klemmunum) fyrir svaladyrunum algjör snilld - sniðugt að hengja fínan dúk eða skrautlegt efni og nota sem gardínuvæng ...















































(Myndir: sjá BoligLiv)

þriðjudagur, 26. janúar 2016

Einfalt og skemmtilegt

Ég fann þetta flotta innlit á netinu og ákvað að setja það hér inn. Margar flottar hugmyndir eins og uppstillingin á stofuborðinu, gamla skrifborðið í svefnherberginu og skinnin á stólunum. Skemmtilegt að sjá hvernig nýju og gömlu er blandað saman - það kemur alltaf best út! Brúni skápurinn í stofunni setur punktinn yfir i-ið ...