Mig hefur langað í gærur / skinn lengi. Ég hef áður birt póst um sama efni en fann þessar flottu myndir á pjatt.is og varð að setja þær inn. Skinn / gærur eru hlýleg(-ar) að mínu mati og setja mikinn svip á stofuna eða annað rými. Þær fást meðal annars í Ikea, Rammagerðinni og versluninni Geysi á Skólavörðustíg. Ég fór í Ikea rétt fyrir jólin og sá skinn en þau eru ekki alveg þau sem ég er að leita að. Mig langar til að setja skinn á körfustólana mína eða sófann í stofunni. Vonandi finn ég skinn/gærur sem ég gæti hugsað mér ;)
(Myndir: sjá pjatt.is 2012)
(Myndir af netinu)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli