þriðjudagur, 30. desember 2014

100. færslan ...

Þetta eru tímamót fyrir mig! Ég er búin að ná 100 færslum. Þetta er nýja áhugamálið mitt og mér finnst fátt skemmtilegra en að vafra um netið og skoða flott heimilisblogg. Það versta er að ég kann ekki nógu mikið í vefsíðumálum og því er bloggið mitt eilítið hrátt. Það verður bara að hafa það – aðalatriðið er að ég er ánægð með það. Ef til vill fæ ég einhvern til að hjálpa mér varðandi útlit síðunnar seinna meir :)
Að þessu sinni setti ég inn myndir af koti Iris(ar) úr jólamyndinni The Holiday. Kotið er mjög kósý og rómantískt að mínu mati. Sannkölluð ensk sveitasæla!

The Holiday movie stone cottage at night

The Holiday movie cottage Cameron Diaz

  Inngangur / holið ...
 The Holiday movie cottage entry AD

Stofan ...
The Holiday movie cottage living room 2 AD

Amanda syngjandi og dansandi í litla sæta kotinu - sjarmerandi stiginn á bak við hana!


Á þessari mynd má sjá flotta arininn - mér finnst hillan fyrir ofan hann æðisleg!


Og hér er arinninn jólaskreyttur ...

Eldhúsið ...

Hér má sjá sjarmatröllið Graham (eða réttara sagt Jude Law) ...

Hér er Amanda að skoða bækurnar hennar Iris(ar) ...

Æðislegt rými - svo kósý og notalegt ;) ...

Svefnherbergi Iris(ar) ...

Verst hvað það er lítið skápapláss í kotinu!!! ...

Baðherbergið ...


Það er sjarmerandi, en baðkarið er heldur lítið - alla vega fyrir hávaxna eins og Cameron Diaz!

Götur Shere (in Surrey) ...



Væri ekki dásamlegt að dvelja í koti eins og Iris(ar)! Ég væri til í það - það er svo rómantískt og flott!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli