Mamma mín átti alveg eins kertalukt og þessa og kveikti oft á henni í skammdeginu á Sogaveginum í gamla daga. Minningarnar streyma og mér er sérstaklega minnisstætt þegar rafmagnið fór af og hún kveikti á luktinni og við spiluðum á spil. Einnig átti mamma það til að kveikja á luktinni og slökkva öll ljós og við fjölskyldan hlustuðum á útvarpsleikrit. Þetta eru mjög kærar minningar í mínum huga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli