Ég tók nokkrar myndir heima ...
Ég hengdi upp gamaldags jólakort í einn gluggann - mörg koma frá mömmu og pabba. Mér finnst þau koma skemmtilega út ;)
Þessi kertastjaki er nýr og er jólagjöf sem ég keypti mér sjálf! Ég kolféll fyrir honum
en hann fékkst í Borð fyrir tvo á Laugaveginum. Mér finnst hann dásamlegur :)
Þennan fallega englakertastjaka fékk ég í jólagjöf frá frænku minni.
Mér finnst hann algjört æði!
Hér hengdi ég jólaóróana mína ásamt jólakúlum á gardínustöng sem ég vafði með rauðum borða. Ég er mjög ánægð með útkomuna. Litla jólatréð á hillunni föndraði ég með samstarfskonum mínum fyrir þessi jól. Það er eins náttúrulegt og það getur verið ;)
Ég held mikið upp á þessi jólasveinakerti en þau koma úr Góða hirðinum! Fígúrurnar á sleðunum eru eldgamlar og koma frá foreldrum mínum.
Mér finnst sjarmerandi að nota gamla bolla sem teljós. Lykilinn keypti ég fyrir stuttu í Borð fyrir tvo.
Tengdó heklaði bjöllurnar á ljósaseríuna og gaf okkur ein jólin. Ég held mikið upp á þær ;)
Ein besta kertaskreytingin mín í ár! Rauð kerti á bakka með könglum. Ég keypti skrautborða í Tiger og vafði utan um kertin.
Kubusinn minn í jólabúningi! Ég er mjög ánægð með hann - jólakúlurnar koma úr Söstrene Grene og voru keyptar í desember. Mér finnst þær dásamlegar á litin ;)
Jólatréð er gamalt ljósatré úr Ikea sem hætti að virka. Ég klippti snúruna af því og vafði það með pakkaskrauti. Það má segja að það hafi fengið nýtt hlutverk!
Aðventuljósin okkar. Dóttir mín á heiðurinn af þeim. Þau eru í uppáhaldi hjá mér ;)
Skrautborði úr Tiger vafinn utan um hvítt kerti. Látlaust og fallegt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli