Núna er jólahátíðin gengin í garð og áramótin framundan. Yndislegir dagar eru að baki en hjá okkur hófst hátíðin á Þorláksmessu, á afmælisdegi dóttur okkar og brúðkaupsdegi okkar hjóna. Við erum svo sannarlega búin að gera vel við okkur í mat og drykk og hafa það huggulegt. Maðurinn minn er að horfa á boltann í þessum töluðu orðum, dóttirin les spennandi bók sem hún fékk í jólagjöf og ég sit við tölvuna og að skoða heimilisblogg sem er sérstök ástríða hjá mér! Það er alltaf gaman að skoða skemmtileg blogg á netinu og hér fann ég eitt sem heitir: www. posy.typepad.com. Ég setti inn nokkrar myndir sem mér fannst rómantískar og flottar ...
.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli