þriðjudagur, 30. september 2014

Mávastellið lifir...

Í dag er síðasti dagur septembermánaðar og dagurinn kær í mínum huga. Í tilefni dagsins dekkaði ég upp með mávastellinu sem við systkinin eigum saman. Stellið var notað á okkar æskuheimili til hátíðabrigða. Það er gaman að nota það á tyllidögum en vænst þykir mér þó um að móðir mín átti það.


Mynd með auglýsingu

Myndirnar hér á eftir sýna stellið betur en þær birtust í Morgunblaðinu 8. nóvember 2003.





Mávastellið er klassísk hönnun og er komið aftur í tísku! Margir nota það sem hversdags stell í dag en ekki bara spari. Það er alltaf gaman að sjá gamla hluti fá nýtt líf :)

mánudagur, 29. september 2014

Innblástur fyrir borðstofuna...

Í dag setti ég inn fallegar myndir af borðstofum. Myndirnar gætu veitt einhverjum innblástur. Stofurnar eru skemmtilega ólíkar að mínu mati :)


(sjá hviturkrummi.com)


























(myndir héðan og þaðan af netinu)

sunnudagur, 28. september 2014

Kubusinn minn!

Ég er mjög hrifin af Kubus kertastjakanum og keypti mér eftirlíkingu af honum í Söstrene Grene núna í haust. Hér er mynd af honum og satt best að segja finnst mér hann ekki síðri en frumútgáfan :) Ég er hrifnari af mattri áferðinni heldur en háglans gerðinni. Það er gaman að leika sér með hólfið í honum og hægt að skreyta hann eftir árstíðum. Ég hlakka til að skreyta hann fyrir jólin. Ekki skemmir fyrir að hann er í koparlit - ég elska litinn á honum! Ég setti furuköngla og eitthvað af skartinu mínu í hann - mér fannst það tóna svo vel við litinn.



Hér má sjá ekta Kubus. Mér finnst hönnunin flott!















(Myndir teknar af netinu)

laugardagur, 27. september 2014

Skreytt með póstkortum...

Það getur verið skemmtilegt að skreyta heimilið með póstkortum eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna:























































(Myndirnar koma héðan og þaðan af netinu) :)

föstudagur, 26. september 2014

Santos kerlingar...

Pósturinn í dag er um Santos Dolls. Ég hef alltaf hrifist af þessum kerlingum og á sjálf tvær...



                        Mér finnst þær svo dásamlega fallegar... (fallegir munir að mínu mati) :)


           Þessi var keypt í Heimahúsinu í Ármúla á sínum tíma...

          Hér má sjá fleiri gerðir af Santos Dolls... (það er svona vintage look á þeim)



























































                             (Myndirnar að ofan koma af netinu)