Ég skrapp með manninum mínum til Stokkhólms núna um helgina. Við vorum á fínu hóteli, Radisson Blu sem er staðsett á besta stað í bænum. Það er alveg við lestarstöðina og miðbæinn. Við vorum einstaklega heppin með veður og gengum því mikið. Við borðuðum góðan mat og höfðum það notalegt. Það eru margar litlar sætar búðir í gamla bænum og maðurinn minn var búinn að segja mér að ég yrði sjúk í þær. Það reyndist rétt! Ég mæli hiklaust með því að fara til Stokkhólms á þessum árstíma. Það er svo gaman að rölta um, kíkja í búðir og skoða mannlífið - svo var líka orðið svolítið jólalegt um að litast. Stokkhólmur er alveg yndisleg borg. Hér koma myndir frá Stokkhólmi ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli