Sumarið komið og úrhelli úti
Það er heldur hráslagalegt um að litast á þessum fyrsta maídegi. Þrátt fyrir að sumarið sé komið er maí vormánuður í mínum huga. Loksins eru hita-tölurnar þó farnar að hækka og það er spáð 20 stiga hita í vikunni. Það er ljúft að vera í fríi í dag og slappa af heima. Ég hlakka til að setja blóm út á pall og geta setið úti á góðviðrisdögum - vonandi rætist spáin í vikunni. Ég setti inn blómamyndir í tilefni dagsins ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli