Veðrið er aldeilis búið að leika við landsmenn í dag. Ég var svo heppin að geta verið aðeins úti í vinnunni í dag ;) Um leið og ég kom heim settist ég út á pall og það var dásamlega notalegt. Þá hengdi ég fyrsta þvottinn út á þessu ári!!! Þvílík vítamínsprauta að fá svona blíðu! Að þessu sinni fann ég innlit á Klikk.no. Íbúðin er í Gautaborg og er í flottum rustic- og sveitastíl. Hún er öll hvít eins og íbúðin okkar og eldhúsið er í svipuðum stíl og mitt. Sjarmerandi stíll og heillandi að mínum mati ...
(Myndir: sjá Klikk.no)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli