fimmtudagur, 25. maí 2017

Edinborg 19.-22. maí

Við skruppum til Edinborgar fyrir stuttu í helgarferð. Þetta er dásamleg borg, falleg, skemmtileg og frekar ódýr. Þar er margt að sjá  og stutt í allt. Búðirnar eru fínar og nóg af skemmtilegum kaffihúsum og veitingastöðum. Skotar eru mjög viðkunnanlegir og sýna mikla þjónustulund. Við fórum í Hop on - Hop off túr og gengum upp að Edinborgarkastala. Þvílík fegurð frá þessari kastalahæð - hún er engri lík. Við dvöldum á dásamlegu íbúðarhóteli sem heitir Old Town Chambers og það er á besta stað. Við áttum yndislega dvöl og kærkomið að skreppa í burtu á þessum árstíma. Ég setti inn nokkrar myndir af borginni og hótelinu okkar:)

































































(Myndir af netinu)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli