Ég rakst á mjög skemmtilegt innlit á netinu. Húseigandinn hér fyrir neðan hafði ekki hug á að færa sig úr stað en örlögin gripu inn í. Langamman átti húsið og þurfti umönnun enda komin á tíræðisaldur. Það má segja að það hafi verið tilviljun að það kom í hlut langömmubarnsins að taka við húsinu! Það hafði ekki haft hug á því að flytja út fyrir borgina en ákvað að láta slag standa og fjölskyldan sér ekki eftir því. Fortíðin vakti minningar og barnabarnabarnið fékk húsið á góðum kjörum. Virkilega sjarmerandi innlit. Gaman hefði verið að sjá húsið að utan ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli